Snjókast í mánaskini.

Ég var svo heppin að eiga erindi langleiðina til Þingvalla í kvöld með bandaríska fjölskyldu. Meiningin var að sjá norðurljósin.

Því miður létu þau lítið sjá sig, en tunglið skein glatt og stjörnudýrðin var stórkostleg. Fólkið fann sér snjóskafl og lék sér um stund við snjókast þar til þeim varð kalt.

Þegar við komum að upplýsingaskiltinu um þjóðgarðinn, komum við auga á eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Það fór langt með að bæta fyrir norðurljósaskortinn. Það gaus þarna vel, rauðglóandi strókar þeyttust í loft upp. Við góndum góða stund á sjónarspilið alveg heilluð. Þegar maður sér landið sitt og furður þess með augum gestanna, steinhættir maður að taka það sem sjálfsagðan hlut. Þetta eru mögnuð forréttindi að fá að búa á þessu landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir

Höfundur

Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir
Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • car logo cadillac
  • cadillac big
  • alfa romeo brand wallpaper
  • Dodge Logo
  • abarth brand wallpaper

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband