11.4.2010 | 22:50
Hugleiðingin í kvöld, bilaðir bílar.
Ég á núna Musso jeppa. Ég hef þegar látið lagfæra ýmislegt í honum sem mér er sagt að hann eigi sameiginlegt með tegundarbræðrum sínum mörgum, svosem það að framdrifið var týnt þegar ég fékk hann. Sonur minn sagði mér svo í dag eftir félaga sínum að þessum bílum hætti við að brjóta blokkina þegar tannhjól fyrir tímakeðjuna færi, þá brotnaði strekkjarinn og tæki með sér bita úr blokkinni. Það hefur ekki bilað hjá mér samt.
Ég átti áður Cherokee jeppa. Alla tíð sem ég átti hann, þjáðist hann af hikstum. Einnig ryðgaði hann illa, sérstaklega á toppnum. Í restina var hann orðinn regnhlífasamtök eiginlega. Mér var sagt af eigendum þeirrar útgáfu sem ég átti að þetta væru algengir kvillar.
Svona hlutir sem í raun eru gallar á bílunum fást aldrei bættir. Bílarnir eru orðnir of gamlir þegar þessi sameiginlegu vandamál koma upp.
Mússinn minn er í góðu lagi eins og er. En maður getur ekki að sér gert að hugleiða hvort rétt væri að auglýsa eftir reynslusögum eigenda slíkra bíla. Bara svo maður geti vitað hvort eitthvað bíður eftir að bila. Óvitlaust væri að fólk gæti deilt því á sérstökum vef.
Um bloggið
Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.