Rannsóknarskýrsla Alþingis

hefur haft ýmsar óvæntar afleiðingar. Skyndilega stíga þeir tveir menn fram sem mest hafa verið á milli tanna fólks og viðurkenna mistök. Sáu þeir þau mistök fyrst þegar þeir lásu skýrsluna? Sé svo er hún mesta þarfaþing, og greinilega nýtur rannsóknarnefndin trausts. Nú er hins vegar að sjá hvort fleiri lesa skýrsluna og sjá ljósið í kjölfarið. Sjálf hef ég ekki treyst mér til að lesa hana nema stuttar glefsur í senn. Ég held hvort sem er að ég sé ekki nefnd á nafn í henni.

Þessir tveir menn heita því að leggja allt sitt í að greiða sínar skuldir. Ég vona þeirra vegna að einhvern tíma gleymi fólk nöfnum þeirra og að þeir geti horfið hljóðlega í fjöldann til að lifa í ró það sem eftir er.

En málið er bara það að fólk gleymir aldrei hver hefur orðið morðingi, eða hver átti þátt í erfiðleikum þjóðarinnar, hver var glæpon eða stjórnmálamaður. Allt slíkt helst lifandi í munnmælum og sögubókum.

Mannorðið er dýrmætara en nokkur fjársjóður, og ekkert getur keypt það hreint, hafi maður farið illa með það. En til að öðlast frið í sál sinni verður að fyrirgefa og umbera, jafnvel þessum mönnum sem hafa farið svo illa með efnahag okkar. Byrðar haturs og beiskju eru níðþungar og aðeins á herðum þess sem ekki fyrirgefur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Vona bara að þú finnir tíma til meiri skrifta, þetta er GULL :)

Kristján Hilmarsson, 23.4.2010 kl. 21:38

2 Smámynd: Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir

Takk brói minn :)

Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir, 24.4.2010 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir

Höfundur

Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir
Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • car logo cadillac
  • cadillac big
  • alfa romeo brand wallpaper
  • Dodge Logo
  • abarth brand wallpaper

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband