Ævintýri í aðsigi.

Að aflokinni enn einni vinnuhelgi síðan ég byrjaði í leiguakstrinum, var eins og eitthvað innra með mér stigi á bremsurnar. Þessi helgi var með þeim verri, hvað ástand fólks í miðbænum varðaði.  Reytt, slagandi fólk í tættum sparifötum að fljúgast á, grenja, æla, míga og aðhafast fleira óprenthæft, blasti við hvert sem maður leit. Það marraði í glerbrotum undir dekkjunum, og af og til var slegið í bílinn án nokkurrar ástæðu. Fýlan og eymdin sem fylgir ofneyslu vímuefna lá yfir öllu. 

Ég hugsaði, hvað er ég eiginlega að gera hérna? Bíða eftir að keyra einhverja heim, vona að það sé gott fólk sem kemur í bílinn til mín, að það æli ekki út allan bílinn, eða sýni mér einhver leiðindi? 

Ég tók einfaldlega ákvörðun á sunnudagsmorguninn. Að koma mér og syni mínum burt úr þessu mannlega svaði sem hefur eyðilagt miðborg Reykjavíkur á kvöldin og næturnar um helgar.

Við munum flytja á vestfirðina í ágúst. Þar var ég í sveit mörg sumur. Ég virðist hafa fengið gullið sandkorn á milli fellinganna í heilanum, því að mig hefur alltaf langað vestur eftir að sumardvölunum lauk.

Og það er loksins að koma að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir

Höfundur

Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir
Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • car logo cadillac
  • cadillac big
  • alfa romeo brand wallpaper
  • Dodge Logo
  • abarth brand wallpaper

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband