Að gerast þorpari

er nokkuð sem ég hef litla reynslu af.  Síðasta þorp sem ég bjó í, var Hveragerði fyrir tæpri hálfri öld. Það sem ég man þaðan er allt skemmtilegt, nema sú staðreynd að þar byrjaði maður að fikta við reykingar. En í þá daga þótti það töff, það var bara þannig.

Nú stendur til að flytja í þorp að nýju. Og ég neita þvi ekki að ég er spennt eins og krakki yfir því.

Maður liggur á netinu og í símanum, leitar að ódýrustu flutningsleiðunum, reynir að tryggja sér gott húsnæði og vinnu, lætur sig dreyma um nýja heimilið.

Svo þarf að fara í gegnum búslóðina sína og flokka. Þar stendur maður í hálfgerðu áfalli yfir því hvað búið er að sanka að sér. Þegar eru tvær bílfyllir farnar í Sorpu og þær verða fleiri. 

Ég kvaddi heimilislækninn í gær. Hann hefur passað upp á fjölskylduna í 16 ár og staðið sig ágætlega.

Það merkilega er, að þegar ég verð flutt burt, held ég að ég muni njóta borgarinnar mikið betur sem gestur en nú á meðan ég bý í henni. Ég sé alveg fyrir mér að ég muni geta skroppið í skoðunarferðir, tekið myndir af öllum húsum sem mér finnast falleg, setið hjá þeim fiðruðu við tjörnina, ólíkt og núna, þegar maður þeytist framhjá og öll veröldin sést bara út um gluggana á vinnubílnum.

Ég hlakka til.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir

Höfundur

Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir
Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • car logo cadillac
  • cadillac big
  • alfa romeo brand wallpaper
  • Dodge Logo
  • abarth brand wallpaper

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband